Vafrakökur
Við notum vafrakökur á vefsvæðinu til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þar á meðal til þess að bæta virkni vefsvæða, til greiningar og til að beina auglýsingum til markhópa.
Hvað er vafrakaka? Vafrakaka er lítil skrá, gjarnan samsett af bókstöfum og tölustöfum, sem hleðst inn á tölvur þegar notendur fara inn á viss vefsvæði. Vafrakökur gera vefsvæðum kleift að þekkja tölvur notenda. Nánari upplýsingar um vafrakökur er að finna á www.allaboutcookies.org.
Hverjar eru mismunandi gerðir vafrakaka? Setukökur gera vefsvæðum kleift að tengjast aðgerðum notanda meðan á vafrasetu stendur. Þær eru notaðar í margvíslegum tilgangi eins og til dæmis að muna hvað notandi hefur sett í innkaupakörfu meðan hann er inni á vefsvæði. Setukökur má einnig nota í öryggisskyni. Setukökur eyðast þegar notandi fer af vefsvæði og eru því ekki vistaðar til lengri tíma. Viðvarandi vafrakökur vistast á tölvu notanda og muna val eða aðgerðir notanda á vefsvæði.
Fyrsta og þriðja aðila vafrakökur. Það ræðst af léni vefsvæðis sem gerir vafrakökuna hvort hún teljist fyrsta eða þriðja aðila vafrakaka. Fyrsta aðila vafrakökur eru í grundvallaratriðum vafrakökur sem verða til á því vefsvæði sem notandi heimsækir. Þriðja aðila vafrakökur eru þær sem verða til á öðru léni en notandi heimsækir. Þeir sem óttast vafrakökur og vilja aftengja þær geta gert það í vafrastillingum. Tekið skal fram að vefsvæðið okkar ábyrgist ekki nákvæmni eða öryggi efnisinnihalds á þriðja aðila vefsvæðum.
Upplýsingar um ábyrðaraðila
Þegar við vinnum persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarstefnu þessari, teljumst við vera ábyrgðaraðili í skilningi íslenskra persónuverndarlaga sem og lögum Evrópusambandsins.
Hvenær á þessi stefna við?
Persónuverndarstefna AJ Raf á við þegar við, nýtum, söfnum eða vinnum að öðru leyti persónuupplýsingar sem varða samband þitt við okkur sem viðskiptavinur eða tilvonandi viðskiptavinur.
Hvað eru persónuupplýsingar?
Persónuupplýsingar eru upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling. Upplýsingar sem auðkenna þig eða hægt er að nota í þeim tilgangi sem teljast til persónuupplýsinga. Sem dæmi má nefna nafnið þitt, heimilisfang, netfang, símanúmer, kaupsaga þín, og svo framvegis. Upplýsingar um hvernig þú notar vefsíðuna okkar geta einnig talist sem persónuupplýsingar.
Hvaða persónuupplýsingar vinnum við um þig?
Til þess að við getum veitt þér þjónustu okkar og sinnt þér sem viðskiptavini verðum við að vinna úr persónuupplýsingum þínum. Frekari vinnsla getur átt sér stað til þess að senda þér markaðsefni eins og nánar er kveðið á um í stefnu þessari um markaðsefni.
Við vinnum eftirfarandi tegundir persónuupplýsinga:
- Upplýsingar sem þú veitir okkur við kaup á þjónustu eða varningi:
- Nafn þitt, tölvupóstfang, símanúmer og í sumum tilvikum fyrirtæki.
- Heimilisfang greiðanda og heimilisfang viðtakanda (ef það er ekki það sama).
- Hvaða vörur þú kaupir, í hvaða magni, og hvenær.
- Greiðsluaðferð, þó geymum við aldrei greiðslukortanúmer.
- Aðrar upplýsingar sem þú veitir okkur í greiðsluferli.
- Við gætum geymt upplýsingar um kaupsögu þína
- Við gætum geymt upplýsingar um hvenær þú hefur skráð þig inn síðast ef að þú hefur stofnað aðgang á síðunni okkar.
- Upplýsingar um hvernig þú notar vefinn okkar.
- Við gætum geymt staðsetningu þína út frá tækinu þínu ef þú hefur gefið leyfi, IP vistfang þitt eða grófari staðsetningu út frá IP vistfangi. Þetta gæti verið nauðsynlegt til þess að við getum veitt þér þá þjónustu sem við veitum.
Í hvaða tilgangi vinnum við persónuupplýsingar um þig?
Megintilgangurinn með vinnslu persónuupplýsinga þinna er til þess að við getum veitt þér þá þjónustu sem þú hefur óskað eftir. Við þurfum að nota upplýsingar eins og nafn og heimilisfang greiðanda til þess að geta gengið frá greiðslu. Við þurfum að nota nafn og heimilisfang viðtakanda til þess að geta sent þær vörur sem þú hefur keypt. Við þurfum tölvupóstfang og símanúmer til að geta haft samband við þig um afgreiðslu pöntunarinnar eða til þess að geta sent þér pöntunina ef að hún er stafræns eðlis. Eðli málsins samkvæmt þurfum við að nota upplýsingar um hvað þú hefur keypt til þess að geta afgreitt pöntunina.
Við geymum kaupsögu þína fyrst og fremst til þess að geta þjónustað þig um fyrri pantanir, til þess að þú getir haft yfirsýn yfir fyrri kaup og í sumum tilfellum til þess að geta sent þér tilboð eða markaðsefni eins og nánar er lýst í persónuverndarstefnu þessari um markaðsefni.
Hversu lengi geymum við persónuupplýsingar þínar?
Persónuupplýsingar þínar verða geymdar eins lengi og nauðsynlegt er í þeim tilgangi sem þær eru ætlaðar til vinnslu. Persónuupplýsingar eru þó ekki unnar eða geymdar lengur en lög leyfa.
Á hvaða lagastoð byggjum við vinnslu persónuupplýsinga?
Við vinnum ekki úr persónuupplýsingum þínum nema fyrir því sé lagastoð, sem kann að vera mismunandi eftir tilgangi vinnslunnar. Í flestum tilvikum er tilgangurinn til þess að geta efnt samning við þig, vegna lögmætra hagsmuna, til þess að uppfylla lagaskyldu sem hvílir á okkur, til þess að vernda hagsmuni þína eða á grundvelli samþykkis þíns í ákveðnum tilgangi.
Sendum við þér markaðsefni?
Þegar þú veitir okkur upplýsingar gætir þú fengið spurningu um hvort þú viljir fá markaðsefni frá okkur. Við munum virða óskir þínar um hvort þú viljir fá slíkt efni og með hvaða hætti þú myndir vilja fá það afhent eða sent.
Þú getur alltaf skipt um skoðun um hvort þú viljir fá markaðsefni sent áfram eða ekki. Þú getur haft samband á netfangið ajraf@ajraf.is ef þú vilt hætta að fá markaðsefni frá okkur sem þú hefur samþykkt að fá sent.
Ef þú tilkynnir okkur að þú munir ekki vilja fá markaðsefni sent, munum við samt halda eftir persónuupplýsingum þínum til þess að geta virt ósk þína um að þú viljir ekki fá slíkt efni sent.
Réttindi þín
Sem viðskiptavinur okkar hefur þú rétt á því að óska eftir upplýsingum um þær persónuupplýsingar sem við geymum um þig. Þú getur óskað eftir leiðréttingu, takmörkun og eyðingu á þeim gögnum sem við geymum um þig. Þú átt einnig rétt á því að óska eftir afriti af þeim upplýsingum sem við geymum um þig.
Þú getur einnig andmælt hluta vinnslunnar og í þeim tilvikum þar sem vinnsla persónuupplýsinga þinna er gerð á grundvelli samþykkis þíns getur þú afturkallað það hvenær sem er.
Réttindi þín kunna þó að vera takmörkuð við það að vinnslan sé nauðsynleg samkvæmt fyrirmælum laga.
Löggjöf Evrópusambandsins og íslensk persónuverndarlög kveða á um rétt þinn til þess að óska eftir afriti af persónuupplýsingum þínum ef þær eru unnar af okkur. Ekkert gjald er tekið fyrir afgreiðslu beiðninnar, nema að hún eigi sér bersýnilega enga stoð eða sé óhófleg. Við munum reyna eftir bestu getu til að bregðast við beiðni þinni innan 30 daga frá móttöku hennar.
Beiðni þín verður að vera skrifleg og innihalda eftirfarandi upplýsingar:
- Nafn, tölvupóstfang, símanúmer og heimilisfang.
- Upplýsingar um beiðni þína
Þú hefur rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar. Kvörtun má senda skriflega á:
Persónuvernd
Rauðarárstíg 10
105 Reykjavík
Ísland
Breytingar á persónuverndarstefnu þessari
Við getum gert breytingar á persónuverndarskilmálum og persónuverndarstefnu þessari hvenær sem er, t.d. vegna lagabreytinga eða vegna breytinga á starfssemi eða starfsháttum okkar svo stefnan endurspegli sem best hvaða vinnsla og söfnun persónuupplýsinga fer fram.
Nýjasta útgáfa persónuverndarstefnunnar og skilmála er aðgengileg á þessari síðu á hverjum tíma.